Stefnur

ST 02 - B Mannauðsstefna 115 Security ehf

Skjalnúmer:       ST 02-B

Útg.d.:                 26.09.2022

Útgáfa:                1.0

Áb.maður:          Framkvæmdastjóri 115

 

1. Tilgangur og umfang

 

Mannauðsstefna 115 Security er tilgreind í starfsmannahandbók fyrirtækisins

115 Security leitast við að ráða til sín hæft og metnaðarfullt starfsfólk sem vinnur eftir gildum okkar, heiðarleiki, þekking og traust. Gildin, sem leiðbeina okkur í því hvernig við störfum, ásamt stöðugri þjálfun miða að því að efla starfsmenn, viðhalda öflugri liðsheild, tryggja ánægju viðskiptavina og hámarka árangur 115 Security og viðskiptavina okkar.

Eftirfarandi þættir eru leiðarljós okkar við stjórnun mannauðs hjá 115 Security: mission is to createslue-added security solutions for our clients.

2.   Stefna

 

Ráðningar og starfslok

Við ráðum til starfa hæfasta fólkið á okkar starfssviðum.

Unnið er faglega að ráðningum og til eru starfslýsingar fyrir öll störf.

Við tökum öll vel á móti nýliðum og fá þeir stuðning og þjálfun í starfi.

Starfsmönnum sem hætta störfum hjá fyrirtækinu er boðið upp á starfslokasamtal við sinn næsta yfirmann eða mannauðsstjóra og ávallt leitast við að starfslok verði með jákvæðum hætti.

Starfsmönnum, sem láta af störfum fyrir aldurssakir, er boðið að fara á sérstakt námskeið fyrir þá sem eru að hverfa af vinnumarkaði vegna aldurs.

Fræðsla og starfsþróun

Við berum ábyrgð á hæfni okkar og frammistöðu.

Við öflum okkur þeirrar þekkingar sem starf okkar krefst.

Við skiljum að það er ábyrgð okkar að þekkja þjónustuframboð fyrirtækisins.

115 Security hvetur starfsfólk til að þróast og vaxa í starfi. Boðið er upp á vönduð námskeið sem og þjálfun sem miðar að því að gera starfsmenn sem hæfasta í starfi.

Lögð er áherslu á tækninýjungar og við fylgjumst öll með því nýjasta á því sviði.

Við kennum hvert öðru.

Starfskjör

Launakjör starfsmanna taka mið af kjarasamningum þar sem við á. Þar sem laun eru ákveðin með persónubundnum hætti hjá 115 Security taka þau mið af ábyrgð og innihaldi starfsins, hæfni, færni, vinnuframlagi og árangri starfsmanns. Launaupplýsingar er að finna í ráðningarsamningum sem hver og einn starfsmaður skrifar undir.

115 Security starfar samkvæmt jafnlaunakerfi og er jafnlaunastefnan í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 og í samræmi við lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Stjórnun og endurgjöf

Skipulag okkar og ferli eru skýr. Við vitum til hvers er ætlast af okkur.

Stjórnendur hvetja og veita skýra endurgjöf.

Stjórnendur og starfsmenn bera sameiginlega ábyrgð á góðu upplýsingaflæði.

Lögð er áhersla á gagnkvæmt traust yfirstjórnar og starfsmanna og stuttar boðleiðir.

Starfsumhverfi

Lögð er áhersla á opið og jákvætt starfsumhverfi, samheldni og að starfsmönnum líði vel í vinnunni.

Við sýnum hvert öðru virðingu í samskiptum og erum stolt af því að vinna hjá 115 Security.

Lögð er áhersla á að tækjabúnaður og aðstaða sé eins og best verður á kosið.

 

STE-0448-B  Jafnlaunastefna 115 Security

Skjalnúmer:       STE-0448-B

Útg.d.:                 26.09.2022

Útgáfa:                1.0

Áb.maður:          Framkvæmdastjóri 115

 

1. Umfang

 

115 Security starfar samkvæmt jafnlaunakerfi og er jafnlaunastefnan í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 og í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Nær stefnan til allra starfsmanna 115 Security. Markmið er að fólk fái sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni.

2.   Stefna og tilgangur

 

Tilgangur jafnlaunastefnu

  • Viðhalda jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012
  • Framkvæma launagreiningu minnst einu sinni á ári þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og athugað hvort mælist munur á launum eftir kyni og kynna helstu niðurstöður fyrir starfsfólki
  • Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti
  • Gera innri úttekt og rýna kerfið og árangur þess með stjórnendum minnst árlega
  • Fylgja viðeigandi lögum, reglum sem í gildi eru á hverjum tíma og tengjast jafnlaunakerfi
  • Kynna jafnlaunastefnuna fyrir starfsmönnum 115 Security og hafa hana aðgengilega á heimasíðu 115 security.

 

Framkvæmdastjóri 115 Security ber ábyrgð á jafnlaunastefnu fyrirtækisins, jafnlaunakerfi og að þeim lagalegu kröfum sem tengjast jafnlaunakerfi 115 Security sé framfylgt. Framkvæmdastjóri ber einnig ábyrgð á að viðhalda jafnalaunakerfinu í samræmi við staðalinn ÍST 85:2012.

 

STE-0450-B Jafnréttisstefna 115 Security

Skjalnúmer:       STE-0450-B

Útg.d.:                 26.09.2022

Útgáfa:            1.1

Áb.maður:          Framkvæmdastjóri 115

 

 

1. Tilgangur og umfang

 

Jafnréttisstefna 115 Security byggir á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

2.   Stefna

 

Markmið stefnunnar er að koma á og viðhalda jöfnum tækifærum starfsfólks óháð kyni, uppruna, aldri og/eða trúarbrögðum. Störf verði ekki flokkuð sem karla- eða kvennastörf og standi öllum til boða óháð kyni. Við ráðningar verði leitast við að jafna hlutföll kynjanna, að uppfylltum hæfnisskilyrðum. Starfsmenn njóti sömu tækifæra til starfsþróunar, símenntunar, endurmenntunar og framgangs í starfi óháð kyni. Starfsmenn hafi sömu tækifæri til að samræma vinnu og einkalíf, svo sem við fæðingarorlof, leyfi vegna veikinda barna og annan sveigjanleika óháð kyni. Starfsmenn njóti sömu tækifæra, réttinda og starfsaðstæðna; þ.m.t. varðandi vinnutíma óháð kyni. Starfsumhverfi fyrirtækisins skal vera laust við einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi í samræmi við reglugerð 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum

3.    Stefna samþykkt

 

            Stefna samþykkt af stjórn 115 Security þann 19.10.22

Leita
karfa
Samtals 0 kr.

hlutir í körfu

0