Vörur og þjónusta

S 1 - Staðbundin gæsla

Öryggisvörður mætir á staðinn samkvæmt sérstöku vaktakerfi og gætir öryggis húsnæðis, starfsmanna og viðskiptavina.

Öryggisverðir hafa almennt rýrnunareftirlit, þar sem við á, og innra eftirlit með útgöngu starfsfólks þar sem viðkvæm framleiðsla eða trúnaðargögn eru í vinnslu á vinnustað.

S 2 – Framkvæmdargæsla

Öryggisvörður mætir á vinnusvæði samkvæmt sérstöku vaktakerfi. 115 Security setur upp hlið og gám við inngang og eða útkeyrslu vinnusvæðis. Gámurinn er færanleg stjórnstöð 115 Security og er í raun útibú frá okkur á vinnustað verktaka. Öryggisverðir vakta vinnusvæðið og fylgjast með útgöngu starfsfólks og annara sem erindi eiga á vinnusvæðið.

S 3 – Verslunarþjónusta

Fyrir utan almenna staðbundna öryggisgæslu, áfyllingu og fl. tekur 115 Security að sér rekstur verslunar t.d. yfir nótt eða helgi. Opnunartími verslana hafa verið að lengjast og hefur eftirspurn eftir aukinni þjónustu öryggisfyrirtækja stóraukist samhliða því.

S 4 – Farandgæsla

Öryggisvörður 115 Security kemur óreglulega að nóttu til í fyrirfram ákveðinn fjölda skipta. Fylgst er með mannaferðum og teknar stikkprufur þar sem öryggisverðir kanna ástand og öryggi bygginga og svæða.

S 5 - Viðburðagæsla

Umsjón með öryggisgæslu á viðburðum s.s. árshátíðum, þorrablótum, menntaskólaböllum, tónleikum og ýmsum öðrum mannfögnuðum.

S 6 – Öryggisræsting

115 Security býður upp á ræstingu húsnæða þar sem verndun trúnaðargagna og rétt viðbrögð við uppákomum, s.s. eldi eða þjófnaði, skipta miklu máli. Öryggisræsting 115 Security er mönnuð þaulvönum ræstitæknum. Öryggisræstitæknar okkar ganga í gegnum sama ráðningarferli og öryggisverðir og hafa m.a. hreint sakavottorð. Öryggisræsting hentar einkar vel á lögfræðistofum, endurskoðendaskrifstofum, verkfræðistofum, fjármálafyrirtækjum, sendiráðum og allstaðar þar sem viðkvæm gögn geta legið uppi við. 115 Security býður viðskiptavinum sínum eftirlitsmyndavélar á kostnaðarverði með hverjum ræstisamningi.

 

 

 

Leita
karfa
Samtals 0 kr.

hlutir í körfu

0