Vörur og þjónusta

S 1 - Staðbundin gæsla

Öryggisvörður mætir á staðinn samkvæmt sérstöku vaktakerfi og gætir öryggis húsnæðis, starfsmanna og viðskiptavina.

Öryggisverðir hafa almennt rýrnunareftirlit, þar sem við á, og innra eftirlit með útgöngu starfsfólks þar sem viðkvæm framleiðsla eða trúnaðargögn eru í vinnslu á vinnustað.

S 2 – Framkvæmdargæsla

Öryggisvörður mætir á vinnusvæði samkvæmt sérstöku vaktakerfi. 115 Security setur upp hlið og gám við inngang og eða útkeyrslu vinnusvæðis. Gámurinn er færanleg stjórnstöð 115 Security og er í raun útibú frá okkur á vinnustað verktaka. Öryggisverðir vakta vinnusvæðið og fylgjast með útgöngu starfsfólks og annara sem erindi eiga á vinnusvæðið.

S 3 – Verslunarþjónusta

Fyrir utan almenna staðbundna öryggisgæslu, áfyllingu og fl. tekur 115 Security að sér rekstur verslunar t.d. yfir nótt eða helgi. Opnunartími verslana hafa verið að lengjast og hefur eftirspurn eftir aukinni þjónustu öryggisfyrirtækja stóraukist samhliða því.

S 4 – Farandgæsla

Öryggisvörður 115 Security kemur óreglulega að nóttu til í fyrirfram ákveðinn fjölda skipta. Fylgst er með mannaferðum og teknar stikkprufur þar sem öryggisverðir kanna ástand og öryggi bygginga og svæða.

S 5 - Viðburðagæsla

Umsjón með öryggisgæslu á viðburðum s.s. þorrablótum, menntaskólaböllum, tónleikum og ýmsum öðrum mannfögnuðum.

S 6 – Myndavélagæsla

115 Security sér um eftirlit með hreyfimyndavélum allan sólarhringinn.
Við seljum og tengjum öryggismyndavélarnar, sjáum um viðhald og virknisgreiningu, ásamt alhliða öryggisgreiningu.

Við bjóðum einstaklingum sjálfum að fylgst með sínum eignum í gegnum internetið, t.d. sumarbústöðum. Einnig munum við bjóða einstaklingum að fylgjast með þeirra eignum þar sem við á gegn mánaðargjaldi. Hér er um að ræða eftirlitsmyndavélar en ekki skynjara eða öryggiskerfi í húsum. Með IP upptökubúnaði (svokölluð þriðja kynslóð) og einföldum notendahugbúnaði er tryggt að ávallt séu hágæða upptökur til staðar og aðgengi að þeim eins og best verður á kosið.

S 7 – Öryggisræsting

115 Security býður upp á ræstingu húsnæða þar sem verndun trúnaðargagna og rétt viðbrögð við uppákomum, s.s. eldi eða þjófnaði, skipta miklu máli. Öryggisræsting 115 Security er mönnuð þaulvönum ræstitæknum. Öryggisræstitæknar okkar ganga í gegnum sama ráðningarferli og öryggisverðir og hafa m.a. hreint sakavottorð. Öryggisræsting hentar einkar vel á lögfræðistofum, endurskoðendaskrifstofum, verkfræðistofum, fjármálafyrirtækjum, sendiráðum og allstaðar þar sem viðkvæm gögn geta legið uppi við. 115 Security býður viðskiptavinum sínum eftirlitsmyndavélar á kostnaðarverði með hverjum ræstisamningi.

S 8 - Brunaviðvörunarkerfi

115 Security býður upp á brunaviðvörunarkerfi frá viðurkenndum framleiðendum, allt frá einföldum rásaskiptum stöðvum upp í hliðrænar vistfangs stöðvar. Slökkvitækjaþjónusta 115 Security er í samstarfi við Slökkvitækjaþjónustuna ehf og annast allt viðhald slökkvitæka fyrir einstaklinga og fyrirtæki, ásamt kennslu á notkun tækjanna.

S 9 – Aðgangsstýringar

115 Security býður upp á vönduð aðgangsstýringarkerfi. Það hefur færst mjög í vöxt að fyrirtæki kjósi að setja upp aðgangskerfi með rafrænum lyklum. Slíkt kerfi einfaldar til muna stýringu á aðgengi um húsnæði, umsýslu með lyklum ásamt því að veita mikla möguleika til skýrslugerðar. Hægt að er stýra aðgengi með nándarlesurum og aðgangskortum. Þá er í boði smartkortalausnir, fingrafaralesarar og augnskannar.

S 10 – Heimavörn/fyrirtækjavörn/Neyðarhnappur

Í boði er fjölbreytilegt úrval kerfa, allt frá þráðlausum kerfum fyrir heimili til umfangsmikilla lausna fyrir stærri fyrirtæki með fjölbreytilegum forritunarmöguleikum. Öll kerfi er hægt að beintengja vaktmiðstöð með einföldum hætti.

S 11 - Tenging öryggiskerfa við stjórnstöð og útkallsþjónusta

Við getum boðið viðskiptavinum okkar upp á beintengingu öryggiskerfa við stjórnstöð og útkallsþjónustu öryggisvarða allan sólarhringinn, allan ársins hring sé þess óskað.

S 12 – Vöruverndarhlið

115 Security býður upp á vönduð EAS vöruverndarhlið ásamt breiðu úrvali af aukahlutum með vöruverndarkerfum. Þjófavarnarlímmiða og plastmerkin okkar má nýta með kerfum flestra framleiðanda hvort sem um er að ræða hin hefðbundnu RF hlið eða AM og EM. Lang útbreiddast á Íslandi er RF kerfið sem hefur reynst fyrirtækjum vel í áranna rás. Plastmerkin okkar og miðana má t.d nýta með Shopguard, Sensormatic, Gateway, Nedap, Sidep, Dialoc, D.T.C, Meto, Certus, 3M, Checkpoint, WG, BMI, Ketec ofl.sem sagt með hliðum og kerfum langflestra framleiðanda. Starfsmenn 115 Security hafa áralanga reynslu í að setja upp og þjónusta vöruverndarhlið.

S 13 – Verðmætaflutningar

Þeim fyrirtækjum fjölgar stöðugt sem vilja nýta sér það öryggi sem fylgir peningaflutningum úr verslun í banka og komast þannig hjá því að setja starfsmenn sína í þá hættu sem fylgir því að flytja peninga milli staða..

S 14 – Lífvarsla

115 Security hefur á að skipa sérþjálfuðum lífvörðum sem hlotið hafa þjálfun hjá ICPTA (International Close Protection Training Academy).

S 15 – VIP Þjónusta

115 Security býður upp á VIP þjónustu. Við útvegum farartæki eftir óskum viðskiptavina og ökum þeim á öruggan hátt hvort sem er á höfuðborgarsvæðinu eða í skoðunarferðum á landsbyggðinni. Við sækjum gesti á flugvelli og keyrum á hótel ásamt því að ferðast með þá að óskum viðkomandi. Lífverðir okkar eru með alþjóðleg lífvarðarréttindi.

Leita
karfa
Samtals 0 kr.

hlutir í körfu

0