Harpa bílahús

Bílastæðahús með 545 stæðum er við Hörpu
Stæðin eru björt, upphituð og aðgengileg beint inn í húsið

Reglur 115 Security

Fyrir framan Hörpu er einungis hægt að hleypa gestum út úr farartækjum. Ekki er leyfilegt að leggja þar. Gjaldskylda er í húsinu frá kl. 7:00-2:00 alla daga. Metan- og rafbílar eru ekki undanþegnir gjaldskyldu.

Þegar komið er inn í bílahúsið þarf að greiða gjaldið í gjaldmælum sem eru 3 á hvorri hæð bílahússins. Hæðartakmörk bifreiða í kjallaranum er 2,2 m. Ef fólk lendir í vandræðum þá er vaktmaður alltaf á svæðinu. Hann er staðsettur við þjónustuborð í efri kjallara (K1). Hægt er að greiða með kreditkortum, mynt og í gegnum leggja.is (gjaldsvæði 0). Innan skamms verður einnig hægt að greiða með debetkortum í gjaldmælana. Einnig er hægt að kaupa miða í stæði fyrirfram þegar miðar eru sóttir í miðasölu Hörpu.

Mikilvægt er að muna að setja miðann, sem kemur úr gjaldmælinum, í glugga bifreiðar (á mælaborð) áður en farið er inn í húsið.

Bent skal á að bannað er að leggja bifreiðum á torginu fyrir framan eða til hliðar við Hörpu. ATH: Lögð eru stöðubrot á bíla sem leggja þar.
Ef lagt er við vörumóttöku, sem ætluð er aðkomu neyðarbíla, eru bílar dregnir í burtu.
Bílastæði fyrir hreyfihamlaða eru næst inngöngum. Ekki er gjaldskylda í bílastæði sérmerkt hreyfihömluðum. Nauðsynlegt er að hafa P-kort sýnilegt í glugga bifreiðar.

 

Vangreiðslugjald

Vangreiðslugjald er lagt á bifreið í gjaldskyldu bílastæði þegar sýnt þykir að ekki hafi verið greitt fyrir stöðu bifreiðar í stæðinu eða greitt hefur verið fyrir of stuttan tíma.

Næsta virka dag eftir álagningu er krafan stofnuð og send í netbanka umráðamanns/eiganda ökutækisins til innheimtu.
Eftir að krafan hefur verið stofnuð er einnig hægt að greiða gjaldið í bönkum og sparisjóðum.

Andmælaréttur

Teljir þú álagningu vangreiðslugjaldsins ekki samræmast reglum 115 Security um notkun bílakjallarans í Hörpu er unnt að leggja fram beiðni um endurskoðun hennar með því að senda tölvupóst á netfangið 115@115.is.

Leita
karfa
Samtals 0 kr.

hlutir í körfu

0